Fréttir / tilkynningar


 • Við horfum til betri tíma

  Beina brautin í augsýn.

  Undanfarna mánuði og ár hefur starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja verið að færast úr mjög erfiðum aðstæðum til mun betri vegar. Með yfirveguðum vinnubrögðum, góðri samstöðu stjórnenda, starfsmanna og góðum skilningi viðskiptavina fyrirtækisins er óhætt að segja að Grettistaki hafi verið lyft. Í ársbyrjun 2015 horfum við til betri tíma og getum vonandi farið að beina kröftunum í meira mæli að því að skoða möguleika fyrirtækisins til framtíðar. Ýmsir möguleikar eru til skoðunar m.a. er verið að greina kostnaðarmun á brennslu úrgangs og urðun, unnið er að endurmati á brennslulínu Kölku og viðræður við SORPU um aukið samstarf eða sameiningu hafa verið í gangi. (Sjá meðfylgjandi frétt).

  meira
 • Óbreytt sorpgjöld á íbúa 2015

  Engin hækkun fjórða árið í röð

  Á stjórnarfundi SS hinn 9. október s.l. lagði framkvæmdastjóri fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Í tillögunni er gert ráð fyrir sömu sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum frá sveitarfélögunum á árinu 2015 eins og þau hafa verið óbreytt frá árinu 2012. Stöðugur rekstrarbati og gott rekstrarskipulag sem hefur skilað fyrirtækinu mjög góðri virkni, ásamt verulegri lækkun lána gerir það mögulegt að halda óbreyttum sorpgjöldum á íbúa sveitarfélaganna fjórða árið í röð.

  meira

Sorphirðudagatal 2015Sorphirðudagatal fyrir öll Suðurnesin má finna hér. Dagatalið er þannig upp byggt að einstökum sveitarfélögum eða hverfum sveitarfélags (Reykjanesbær) eru gefnir mismunandi litir. Liturinn gefur til kynna hvenær sorp er hirt í viðkomandi bæjarfélagi.  

Hér getur þú skoðað sorphirðudagatal hvers sveitarfélags:

Gjaldskrár Kölku eru eftirfarandi:

Opnunartímar á endurvinnslustöðvum:

Reykjanesbær

Berghólabraut 7
Mán-Fös  13:00-18:00
Laugardaga  13:00-18:00
Sunnudaga  LOKAÐ
sjá á korti
  

Grindavík

Nesvegi 1
Alla virka daga  17:00-19:00
Laugardaga  12:00-17:00

Vogar

Jónsvör 9
Þri/Fim/Fös  17:00-19:00
Sunnudaga  12:00-16:00
   
 • 13.2.2015

  Stjórn SS - fundur 456

  456. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2015 kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

  meira
 • 13.1.2015

  Stjórn SS - fundur 455

  455. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

  meira

Við erum ávallt
að leita að góðu fólki!