Kompan


Nytjamarkaðurinn Kompan er samstarfsverkefni Kölku og Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Markmið hans er að draga úr magni nytjamuna með óskert notagildi sem færi annars til brennslu eða urðunar. Starfsmenn Kölku taka við nytjamunum á gámaplönum Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum. Allur ágóði af sölu nytjamunana mun fara til góðgerðarmála.

Kompan er staðsett að Smiðjuvöllum 5 og er hún opin alla virka daga kl. 10 - 15.