Stjórn KS - fundur 505

14.8.2019

505. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn þriðjudaginn 13. ágúst 2019  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Önundur Jónasson, Laufey Erlendsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Páll Orri Pálsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Önundur Jónasson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1.      Stefna í úrgangsmálum – Drög frá Umhverfisstofnun

2.      Fundargerðir og minnisblað Samráðsnefndar sorpsamlaga

3.      Minnisblað frá Mannviti um mismunandi sviðsmyndir í úrgangsmálum

4.      Fundargerð fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum

5.      Ráðning framkvæmdastjóra – Staða máls

6.      Önnur mál  

1. Stefna í úrgangsmálum – Drög frá Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur að ósk Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins unnið tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Lokadrög hafa verið send til sveitarfélaga, fyrirtækja sem annast meðhöndlun úrgangs og annarra haghafa. Gefinn er frestur til athugasemda til 23. ágúst nk. Stefnudrögin og tilkynning Umhverfisstofnunar voru send til stjórnarmanna í tölvupósti 12. júlí sl. Verkefnisstjórn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum mun vinna og kynna athugasemdir sambandsins um málið.

2. Fundargerðir og minnisblað Samráðsnefndar sorpsamlaga á Suðvesturlandi

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar fundargerðir Samráðsnefndar sorpsamlaga á Suðvesturlandi frá 21. júní og 1. júlí ásamt minnisblaði frá fundi sem samráðsnefndin átti með Umhverfis- og auðlindaráðherra hinn 1. júlí.  

3. Minnisblað frá Mannviti um mismunandi sviðsmyndir í úrgangsmálum

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar minnisblað um sviðsmyndir samstarfs um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi. Minnisblaðið er hluti af endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðvesturland sem á að gilda frá árinu 2019 til 2030.

4. Fundargerð fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar fundargerð 48. fundar verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

5. Ráðning framkvæmdastjóra – Staða máls

Starf framkvæmdastjóra Kölku var auglýst með umsóknarfresti til 22. júlí 2019. Formaður og varaformaður fóru yfir og kynntu umsóknarferlið. Alls bárust 30 umsóknir og rætt var um framvindu mála. Framkvæmdastjóri vék af fundi að ósk formanns.

6. Önnur mál

  1.     Dagsetning næsta stjórnarfundar verður 10. september 2019.    

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

505. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar

Inga Rut Hlöðversdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Önundur Jónasson
Jón Norðfjörð

Til baka