Stjórn KS - fundur 506

12.9.2019

506. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn þriðjudaginn 10. september 2019  kl. 16:00 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Önundur Jónasson, Laufey Erlendsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Páll Orri Pálsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Önundur Jónasson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1.     Ráðning nýs framkvæmdastjóra Kölku

2.     Heimild fyrir nýjan framkvæmdastjóra til að rita prókúru félagsins

3.     Rektraryfirlit Kölku janúar – júlí 2019

4.     Umsögn SÍS um lokadrög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum

5.     Umsögn SÍS um drög að frumvarpi um urðunarskatt

6.     Fundargerð Samráðsnefndar sorpsamlaga

7.     Önnur mál  

1. Ráðning nýs framkvæmdastjóra Kölku

Nú liggur fyrir að stjórn Kölku hefur samþykkt að ráða Steinþór Þórðarsonar í starf framkvæmdastjóra félagsins úr hópi 30 umsækjenda. Ráðningarsamningur hefur verið undirritaður við Steinþór og mun hann hefja störf hinn 1. október n.k.

2. Heimild fyrir nýjan framkvæmdastjóra til að rita prókúru félagsins

Eins og fram kemur í fyrsta lið, tekur Steinþór Þórðarson við starfi framkvæmdastjóra Kölku hinn 1. október n.k. Stjórn samþykkir heimild fyrir hann til að rita prókúru félagsins frá og með þeim tíma sem hann kemur til starfa.

3. Rekstraryfirlit Kölku janúar – júlí 2019

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar rekstraryfirlit félagsins fyrstu sjö mánuði þessa árs.

Miklar viðhaldsframkvæmdir hafa farið fram á árinu, en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir ágætri rekstrarafkomu á árinu.

4. Umsögn SÍS um lokadrög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um lokadrög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum.

5. Umsögn SÍS um drög að frumvarpi um urðunarskatt

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi um urðunarskatt.

Stjórn Kölku samþykkir eftirfarandi bókun um málið:

„Stjórn Kölku tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að frumvarp um urðunarskatt sé ótímabært, óútfært og án nauðsynlegrar tengingar við stefnumótun í úrgangsmálum og loftslagsmálum. Einnig tekur stjórn Kölku undir sjónarmið SÍS um að leggjast eindregið gegn því að frumvarpið verði lagt fram á haustþingi, heldur verði kallað eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu áður en ákvörðun er tekin um lagabreytingar. Jafnframt telur stjórnin mikilvægt að komi til skattlagningar muni slík tekjuöflun renna beint til verkefna sem hafa það að markmiði að draga úr förgun úrgangs“.

6. Fundargerð Samráðsnefndar sorpsamlaga

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar fundargerð Samráðsnefndar sorpsamlaga á Suðvesturlandi frá 14. ágúst 2019.

7. Önnur mál

  1. Starfsleyfi fyrir endurvinnslustöðvar Kölku í Vogum og Grindavík hafa verið endurnýjuð og gilda til ársins 2031. Starfsleyfin eru útgefin og staðfest af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
  2. Beiðni um útflutning á flugösku til Noregs hefur verið send til Umhverfisstofnunar og norsku umhverfisstofnunarinnar. Beðið er eftir svari.
  3. Næsti stjórnarfundar er áætlaður 8. október 2019.   

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

Önundur Jónasson
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Jón Norðfjörð

506. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka