Umsjónarmaður móttökustöðvar í Grindavík

26.2.2020

Kalka sorpeyðingarstöð sf. auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns móttökustöðvar fyrirtækisins í Grindavík. Um hlutastarf er að ræða en móttökustöðin er opin kl. 17:00 til 19:00 á virkum dögum og kl. 12:00 til 17:00 á laugardögum. Til greina kemur að ráða í fullt starf með vinnuframlagi í Helguvík og Vogum til viðbótar við starfið í Grindavík.

Starfið er fólgið í móttöku og upplýsingagjöf til viðskiptavina, að annast gjaldtöku og eftirlit með gámasvæðinu. Mikilvægt er að starfsmaðurinn hafi gott vald á íslensku.

Áhugasömum er bent á að sækja umsóknareyðublað á heimasíðu Kölku, www.kalka.is, og senda útfyllta umsókn til Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á kalka@kalka.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213.

Umsóknarfrestur er til og með 16. mars.
Til baka