Fara í efni

Almenn flokkun

Mikilvægt er að fyrirtæki og einstaklingar flokki rétt þann úrgang sem þeir koma með til eyðingar eða endurvinnslu á Suðurnesjum. Fyrirtækjum er beint með allan sinn úrgang í móttökustöð Kölku að Berghólabraut 7 í Helguvík. Rekin eru gámasvæði fyrir almenning í Kölku Helguvík, Grindavík og Vogum, þar sem íbúar svæðisins geta komið með úrgang frá heimilum til endurvinnslu og eyðingar.

Fyrirtæki og stofnanir borga samkvæmt verðskrá eða kílóagjaldi. Því er mikilvægt að rekstraraðilar flokki úrgang sinn á réttan hátt því mikil verðmunur er á úrgangsflokkum. Ef úrgangur kemur illa flokkaður og misleitur verður farmurinn felldur í dýrasta flokk því þurfa starfsmenn Kölku að flokka hann í viðeigandi flokka á gólfi móttökustöðvarinnar.

Mikilvægt er að einstaklingar komi með úrganginn vel flokkaðan á gámasvæðin því forsenda endurvinnslu er góð flokkun (forflokkun) og á hún að fara fram áður en komið er á endurvinnslustöð. Styttir það dvöl á svæðinu, auðveldar losun og hindrar biðraðamyndun. Þegar komið er á svæðið með vel forflokkaðan úrgang skal farið með hvern flokk í sinn gám en þeir eru allir vel merktir. Það verður að athuga vel að það séu engir aðskotahlutir með úrgangnum sem verið er að safna; það eyðileggur hráefnið og veldur öðrum skemmdum.

Aðskotahlutur er eitthvað sem á ekki heima í tilteknum gám eða umhverfi. Plast í pappírsgámi veldur verðfalli á erlendum markaði, bílfjöður í brennanlegum úrgangi veldur stíflu í brennsluofninum o.s.frv. Því er mikilvægt að flokka vel og flokka rétt!

Ef eitthvað er óljóst er hægt að hringja í síma 421-8010 til að fá nánari upplýsingar um flokkun úrgangs.

 

Brennslustöðin Kalka

Berghólabraut 7

Fyrir fyrirtækin

Mánudaga - Föstudaga: 8:00 - 17:00

Fyrir heimilin

Virka daga: 10:00 - 18:00
Laugardaga: 11:00 - 16:00
Sunnudaga: LOKAÐ

 

 

 

Móttökustöð  Grindavík

Nesvegi 1

Virka daga: 16:00 - 19:00
Laugardaga: 12:00 - 17:00

 

Móttökustöð  Vogar

Jónsvör 9

Þri./Fim/Fös: 17:00 - 19:00
Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Spurt og svarað

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn