Almenn flokkun

Gráa tunnan
Tekið er á móti málmi og raftækjum gjaldfrjálst á móttökustöðvum
Blandaður úrgangur
- Matarafgangar
- Matarsmitaðar umbúðir
- Úrgangur frá gæludýrahaldi
- Salernisúrgangur
- Gúmmíhanskar
- Ryksugupokar
- Einnota bleyjur
- Tyggjó
- Umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa
Endurvinnanlegur úrgangur fer ekki í þessa tunnu !
- Enginn endurvinnanlegur pappír eða pappi
- Engar dósir eða flöskur með skilagjaldi
- Enginn garðúrgangur, jarðefni eða grjót
- Engin rafmagnstæki eða rafhlöður
- Ekkert timbur, brotamálmur, múrbrot eða annar grófur úrgangur

Endurvinnslutunnan
Tekið er á móti málmi og raftækjum gjaldfrjálst á móttökustöðvum
- Dagblöð/tímarit og umslög
- Pizzakassar
- Sléttur pappi / bylgjupappi
- Minni málmumbúðir
- Plastumbúðir/plastfilmur/plastbrúsar.
- Gjafapappír
- Frauðplast
- Fernur, skolaðar og samanbrotnar.
- Álbakkar og lok af glerkrukkum
- Hreinar niðursuðudósir
- Eingöngu skal nota glæra plastpoka undir sorp sem fer í endurvinnslutunnuna.
- Gott er að skola niðursuðudósir og losa tappa af brúsum.
Ekki gler vegna slysahættu við flokkun!
- Engar matarleifar
- Engin spilliefni eða umbúðir utan af spilliefnum
- Engir stærri málmar
- Engin rafmagnstæki eða rafhlöður