Fara í efni

Þroskahjálp

Kalka er í samstarfi og er styrktaraðili Þroskahjálp á suðurnesjum.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa allt frá stofnun samtakanna lagt höfuðáherslu á að málefni fatlaðs fólks séu málefni samfélagsins alls og að unnið skuli að þeim í samráði við þá sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta.

Samtökin eiga því mikið og margvíslegt samstarf við hlutaðeigandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga varðandi ýmis réttinda- og hagsmunamál fatlaðs fólks og berjast fyrir rétti þess. Þannig er leitast við að hafa mótandi áhrif á allar aðgerðir, sem stjórnvöld hafa forystu um, með það að leiðarljósi að fatlað fólk njóti í hvívetna sama réttar og sömu aðstöðu og aðrir landsmenn.

Samtök eins og Þroskahjálp eru háð stuðningi samfélagsins á hverjum tíma. Á undaförnum árum hefur Þroskahjálp og Dósasel, sem er starfsstöð skjólstæðinga samtakanna, verið að byggja undir starfsemina. 

 

 

 

 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn