Fara í efni

Fjölskylduhjálp suðurnesja

Kalka er í samstarfi og er styrktaraðili fjölskylduhjálparinnar á suðurnesjum. 

Árið 2010 opnaði Fjölskylduhjálp Íslands útibú fyrir mataraðstoð að Hafnargötu 29 í Reykjanesbæ og opnaði síðan nytjamarkað að Hafnargötu 32. Mataraðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands flutti eftir eitt ár frá Hafnargötu 29 vegna aukinnar eftirspurnar í Grófina 10c og var starfsemin þar til húsa fram til 15. nóvember 2013, þegar öll starfsemi í Grófinni 10c og Hafnargötu 32 var sameinuð í framtíðarhúsnæði að Baldursgötu 14, Reykjanesbæ. Verkefnisstjóri starfseminnar í Reykjanesbæ er Anna Valdís Jónsdóttir og með henni starfar fjöldi sjálfboðaliða.

Til að starfsemi eins og Fjölskylduhjálp Íslands geti starfað, eins og hún gerir, þarf hún stuðning frá fyrirtækjum, fólkinu í landinu og opinberum aðilum og bera þessir aðilar uppi fjárhagslegan bakrunn starfseminnar.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn