Fara í efni

Sorphirða

 

Hér má sjá Sorphirðudagatöl  í prentvænni útgáfu

Dagatal fyrir almennt og lífrænt

Dagatal fyrir pappa/pappír og plast

Terra sér um sorphirðu á  lífrænum úrgangi og blönduðum úrgangi og er það hirt á 2 vikna fresti

Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu á Pappa/pappír og plasti og er það hirt á 4 vikna fresti

Þrjár sorptunnur fylgja hverju fastanúmeri íbúðarhúsnæðis.

Ein 240 l. Pappa/pappírs tunna,ein 240 l. Plast tunna og ein 240 l. tvískipt tunna sem er fyrir lífrænan eldhúsúrgang og blandaðan úrgang . Fasteignareigandi greiðir aukalegt sorphirðugjald af hverri auka sorptunnu. Það er innheimt af viðkomandi sveitarfélagi í gegnum fasteignagjöld. Óski fasteignareigandi eftir auka eða viðhald á tunnu getur hann hringt í Kölku í síma 421-8010 eða fyllt út formið á heimasíðu Kölku. Viðhald (Tunnur/ker).

Frá og með 1. febrúar 2018 sér Terra um sorphirðu á almennum og lífrænum úrgangi á Suðurnesjum og skal athugasemdum/kvörtunum vegna sorphirðu beint til Terra í Hafnarfirði í síma 535-2500 einnig má koma ábendingum á netfangið terra@terra.is

Frá og með 1.febrúar 2024 sér Íslenska gámafélagið um sorphirðu á pappa/pappír og plasti á suðurnesjum og skal athugasemdum/kvörtunum vegna sorphirðu beint til Íslenska gámafélagsinns í Reykjavík í síma 577-5757 einnig má koma ábendingum á netfangið  igf@igf.is



Dagatalið er þannig byggt upp að einstökum sveitarfélögum eða hverfum sveitarfélags (Reykjanesbær) er gefin mismunandi litur. Þessi litur gefur til kynna hvenær sorp er hirt í viðkomandi sveitarfélagi. Hægt er að sjá dagatal yfir sorphirðudaga á heimasíðu  Kölku

Samkvæmt útboðslýsingu sorphirðunnar þarf verktaki að fylgja eftirfarandi kröfum:

1. Verktaki skal byrja að hirða sorp frá heimilum kl. 7.00 virka daga en 9.00 um helgar.

2. Starfsmenn verktaka skulu skila tunnum á sama stað og ganga frá þeim eins og að var komið.

3. Starfsmenn verktaka skulu skilja við tunnur þannig að allri umferð stafi ekki hætta af þeim.

4. Starfsmenn verktaka skulu ganga hljóðlega um við vinnu sína.

5. Verktaka er óheimilt að hirða sorp frá rekstraraðilum.

Fasteignaeigendur hafa líka skyldum að gegna:

1. Sorpílát sem eru geymd utanhúss skulu standa á fastri undirstöðu.

2. Æskilegt er að sorpílát standi sem næst lóðarmörkum ef kostur er.

3. Aðgangur skal vera greiður að sorpílátum, t.d. skal moka snjó frá þannig að starfsmenn verktaka komist að sorpílátum til að losa þau.

4. Ganga skal þannig frá sorpílátum og sorpgeymslum að sorpílát fjúki ekki eða valdi óþrifum eða óþægindum.

5. Sorpílát og sorpgeymslum skal haldið við eftir þörfum og þær hreinsaðar reglulega.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn