Fara í efni

Spurt og svarað

Ég hef heyrt að pappírinn úr pappírsgámunum endi allur upp í sorpbrennslustöð, svo það sé tilgangslaust að flokka?

Það er ekki rétt!   Pappírinn er fluttur til Kölku og þar er hann settur í endurvinnslugáma sem síðan eru fluttir til Terra til frekari flokkunar og endurvinnslu.

Það er því ekki verið að taka söfnuðum pappír saman til að henda honum í sorpbrennsluna.

Er tekið við rafhlöðum og rafgeymum hjá Kölku?

Já. Kalka tekur við rafhlöðum og rafgeymum og sér um frekari endurnýtingu og förgun

Það er gjaldfrjálst að losa sig við rahlöður og rafgeyma .

Tekur Kalka Bifreiðar til förgunnar?

Nei Kalka tekur ekki við bifreiðum til förgunnar en við bendum almenningi á Hringrás og Vöku

Tekur Kalka við lyfjum frá einstaklingum?

Kalka hvetur almenning til að skila lyfjum í næsta apótek

tekið er við lyfjum endurgjaldslaust í öllum apótekum  

Hvernig veit ég hvort umbúðir sér úr plasti eða áli,t.d kaffi og snakkpokar?

Þumalputtareglan er sú að ef þú krumpar það saman og það sprettur út aftur er það plast,ef það helst samankrumpað er það ál .

  Þarf að hreinsa kertavax úr sprittkertakoppum?

Það er alltaf best að aðskilja efni eins og mögulegt er .Ef það er ekki hægt þá mega kertavax afgangar fara með þar sem vaxið brennur við endurvinnslu á málmkoppunum 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn