Spurt og svarað
Ég hef heyrt að pappírinn úr pappírsgámunum endi allur upp í sorpbrennslustöð, svo það sé tilgangslaust að flokka!
Það er ekki rétt! Pappírinn er fluttur til Kölku og þar er hann settur í endurvinnslugáma sem síðan eru fluttir til Terra til frekari flokkunar og endurvinnslu.
Það er því ekki verið að taka söfnuðum pappír saman til að henda honum í sorpbrennsluna.
Er tekið við rafhlöðum og rafgeymum hjá Kölku!
Já. Kalka tekur við rafhlöðum og rafgeymum og sér um frekari endurnýtingu og förgun
Það er gjaldfrjálst að losa sig við rahlöður og rafgeyma .