Rétt um kl. 15 í dag, fimmtudag 23. október, komu gráir reykjarbólstrar frá reykháfi Kölku þar sem venjulega sést enginn reykur nema í köldu veðri sést smá vatnsgufa. Þegar þetta er skrifað er orsökin ókunn en verkfræðingar sem þjónusta Kölku voru að vinna í stjórnkerfi fyrir reykhreinsivirki. Reykurinn var all þykkur í fyrstu en eftir fáeinar mínútur fór hann að þynnast þegar kerfin voru að komast í fulla virkni aftur. Töluverður vindur var þegar þetta gerðist svo reykurinn þynntist hratt. Við teljum að ekki sé ástæða til að óttast þennan útblástur en tökum öllum svona atvikum vissulega mjög alvarlega. Að því er við teljum er þetta einstakt atvik þótt áður hafi sloppið reykur frá Kölku hefur það verið með öðrum hætti. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Reykur frá Kölku
23.10.2025