Fara í efni

Stjórnarfundir

513. fundur 15. apríl 2020 kl. 16:30 - 18:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundur í stjórn Kölku sf. var haldinn miðvikudaginn 15. apríl 2020, kl. 16:30. Fundurinn var með fjarfundasniði í ljósi aðgerða gegn COVID-19.

Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir mars.
Grenndarstöðvar. Undirbúningur og staða.
Ársreikningar 2019 og undirbúningur aðalfundar.
Endurskoðuð forgangsverkefni í ljósi heimsfaraldurs.
Önnur mál.

Framkvæmdastjóri stiklaði á stóru í rekstri Kölku frá síðasta stjórnarfundi. Í kynningu hans kom m.a. eftirfarandi fram:

Grenndarstöðvar: Að beiðni Reykjanesbæjar var óskað eftir nýju tilboði frá Terra vegna grenndarstöðva en áhugi var á að skoða minni gáma en fyrri tillaga byggðist á. Ný tillaga barst Kölku rétt fyrir páska og er nú til skoðunar. Fundur er boðaður næstkomandi föstudag með starfsmanni Reykjanesbæjar sem falið hefur verið að annast grenndarstöðvar bæjarins. Þar verður ný tillaga rýnd og borin saman við þá upphaflegu.

Uppgjör ársins 2019 og undirbúningur aðalfundar hafa ekki gengið sem skyldi og er þar helst um að kenna ýmsum uppákomum sem rekja má til ástandsins vegna COVID-19. Hefur þeim tilmælum verið beint til Kölku að gera ráð fyrir að endurskoðun geti tekið lengri tíma nú en í venjulegu árferði. Í ljósi þessa gerir framkvæmdastjóri að tillögu sinni að stefnt verði að aðalfundi Kölku miðvikudaginn 20. maí næstkomandi.Var sú tillaga borin undir stjórn og samþykkt samhljóða.

Endurskoðuð forgangsverkefni í ljósi heimsfaraldurs: Stjórnendur Kölku hafa skilgreint umbótaverkefni sem ljúka þarf fyrir 1. júlí. Í þeim er m.a. stefnt að breytingum á skráningu efnis við innvigtun og brennslubókhaldi. Auk þess var undirritaður verksamningur um endurnýjun á vef Kölku rétt fyrir páska. Stjórn Kölku leggur áherslu á að ljúka þessum verkefnum og endurskoða umbótaáætlun í sumarlok.

Önnur mál: ........

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn