Fara í efni

Stjórnarfundir

520. fundur 08. desember 2020 kl. 16:30 - 18:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Önundur Jónasson
 • Ásrún Kristinsdóttir
 • Inga Rut Hlöðversdóttir
 • Laufey Erlendsdóttir
 • Páll Orri Pálsson
 • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundur í stjórn Kölku sf var haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

 1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
 2. Stefnumótun stjórnar.
 3. Sala gömlu stöðvar Kölku.
 4. Framtíðarhorfur Kölku.
 5. Önnur mál.
 6. Skýrsla framkvæmdastjóra:
  1. Engin alvarleg öryggis- eða umhverfisatvik hafa orðið frá síðasta stjórnarfundi. Unnið hefur verið að atvikaskráningarkerfinu „Atvik“ og var sú vinna yfirfarin í öryggisnefnd í byrjun aðventu.
  2. Forföll í starfsmannahópi Kölku hafa verið með mesta móti að undanförnu. Er þar að hluta um að kenna Covid 19.
  3. Framkvæmdastjóri hefur lokið gerð starfslokastefnu og stefnu aðgerðaráætlunar í eineltis- og áreitnimálum. Stefnurnar voru lagðar fram til kynningar.
  4. Afköst í brennslu hafa verið meiri í nóvember 2020, borið saman við sama mánuð ári áður. Tvær bilanir komu upp í nóvember, önnur í brennslulínu og hin í vigt, sem vöruðu þó stutt.
  5. Unnið er að uppsetningu nýs vigtarkerfis.
  6. Unnið er að uppsetningu á nýjum vef og er fyrirhugað að hann fari í loftið 15. desember næstkomandi.
  7. Samantekt á móttöku á timbri á árinu var lokið fyrir skemmstu.
  8. Enn er unnið að könnun á fýsileika nýrrar flugöskugeymslu og markmiðið að fá botn í málið fyrir áramót.
 1. Stefnumótun stjórnar: Rætt var um hvernig Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna koma inn í stefnumótun félagsins og áfram er unnið að stefnumótuninni.
 2. Sala gömlu stöðvar: Ekki hefur fundist leið til að ganga frá sölu á gömlu brennslustöðinni en það hefur verið til skoðunar frá því í júní. Eins og málum er háttað er ekki útlit fyrir annað en Kalka verði áfram eigandi stöðvarinnar og leigutaki lóðar.
 3. Framtíðarhorfur Kölku: Umræður fóru fram í stjórn um framtíðarhorfur Kölku.
 4. Önnur mál:

Fram komu ábendingar að fundargerðir stjórnar hafi ekki borist til sveitarfélaganna og framkvæmdastjóra var falið að laga það.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18.00.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 12. janúar 2021.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn