Fara í efni

Stjórnarfundir

529. fundur 08. október 2021 kl. 17:00 - 17:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 529. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-529.-stjornarfundur-kolku.docx 

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn föstudaginn 8. október 2021, kl. 17:00.

Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Bankaábyrgð vegna útflutnings á flugösku:

Framkvæmdastjóri kynnti ákvörðun Noah A/S í Noregi um að segja upp gildandi samningi við Kölku sorpeyðingarstöð sf. um móttöku, meðhöndlun og förgun á flugösku frá sorpbrennslu Kölku í Reykjanesbæ. Uppsögnin tekur gildi um áramót en framkvæmdastjóri hefur samið við Noah að framlengja frest til að skila uppsafnaðri flugösku til 31. mars 2022.

Næsti flutningur á flugösku til Noregs var fyrirhugaður á vori komanda og undirbúningur þess ferlis var í þann mund að hefjast. Vegna aðvarana starfsmanna Noah um að leyfisveitingar norsku umhverfisstofnunarinnar taki lengri tíma en venjulega leggja stjórnendur Kölku allt kapp á að koma ferlinu af stað hið fyrsta.

Umsókn um leyfi til flutnings á öskunni skal fylgja bankaábyrgð til tryggingar fyrir umhverfisyfirvöld komi til óvænts kostnaðar, t.d. ef móttöku er hafnað. Samkvæmt reiknireglu Umhverfisstofnunar er því gert ráð fyrir bankaábyrgð upp á allt að 50 milljónum íslenskra króna.

Framkvæmdastjóri hefur þegar skilað umsókn til Íslandsbanka. Vegna ákvæða í samþykktum Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. gerir framkvæmdastjóri eftirfarandi tillögu til stjórnar.

Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. styður umsókn framkvæmdastjóra um bankaábyrgð til Íslandsbanka vegna fyrirhugaðs flutnings á flugösku og undirritar fundargerð þessa því til staðfestingar.

Tillagan er samþykkt samhljóða og framkvæmdastjóra falið að koma fundargerðinni á framfæri við útibússtjóra Íslandsbanka í Reykjanesbæ, hið fyrsta.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:15

 

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn