Fara í efni

Stjórnarfundir

541. fundur 02. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:00 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
 • Önundur Jónasson
 • Ingþór Guðmundsson
 • Eiður Ævarsson
 • Svavar Grétarsson
 • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir (boðaði forföll)
 • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Ingþór Guðmundsson

Fundargerð – 541. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-541.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2022, kl. 16:30 í fundarsal Kölku í Helguvík.

Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson og Steinþór Þórðarson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

 1. Áætlun Kölku fyrir 2023. Endanleg afgreiðsla stjórnar.
 2. Tillaga/tilboð Terra um tilhögun sorphirðu með framlengingu samnings án útboðs. Endanleg afgreiðsla.
 3. Kaup á ílátum vegna aukinnar flokkunar við heimili.
 4. Önnur mál.

 

 1. Áætlun Kölku fyrir 2023. Endanleg afgreiðsla stjórnar.

Framkvæmdastjóri lagði fram áætlun fyrir Kölku á næsta ári. Reiknað er með afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Gert er ráð fyrir mjög stórum viðhaldsverkefnum á árinu og að viðhaldi á brennslustöð upp á u.þ.b. 120 milljónir. Gjaldskrá til sveitarfélaga hækkar um 10% inn í þessu er fjölgun fasteignanúmera og vísitöluhækkun þá er ekki gert ráð fyrir að aðrir fjármunir komi frá sveitarfélögunum til að hrinda í framkvæmd breytingum vegna nýrra laga um úrgangsmál. Uppbygging grenndarstöðva er þó undantekning en Kalka áætlar ekki fé til þeirra verkefna.

Afgreiðsla: Stjórn Kölku samþykkir framlagða fjárhagsáætlun.

 1. Tillaga/tilboð Terra um tilhögun sorphirðu með framlengingu samnings án útboðs. Endanleg afgreiðsla.

Stjórn fjallaði um breytingar á sorphirðu og viðbótarkostnað vegna þeirra og samþykkti að fela framkvæmdastjóra og stjórnarformanni að ljúka málinu með Terra á þeim nótum sem kynntar voru á síðasta stjórnarfundi. Tillagan er 3 tunnur þar af ein tvískipt.

Afgreiðsla: Tiilagan er samþykkt að fela framkvæmdarstjóra og stjórnarformanni að ljúka málinu með Terra og leggja samning fyrir á næsta stjórnarfund Kölku.

 

 1. Kaup á ílátum vegna aukinnar flokkunar við heimili.

Framkvæmdastjóri kynnti samantekt á ílátaþörf vegna aukinnar sérsöfnunar á heimilum og einnig þann möguleika að vinna með Sorpu að útboði. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um kostnað telur stjórn Kölku eftirsóknarvert að taka þátt í útboði með Sorpu og felur framkvæmdastjóra að ganga í málið.

Afgreiðsla: stjórn samþykkir að fara í sameiginlegt útboð með Sorpu um kaup á þeim ílátum sem þarf.

 1. Önnur mál.

Stjórn ákvað að fara í greiningu á innihaldi úrgangsíláta frá heimilum til að fá meiri vitneskju um innihald.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl.18:00.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. desember 2022.

Fundargerð samþykkt með undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn