Fara í efni

Stjórnarfundir

548. fundur 13. júní 2023 kl. 16:30 - 18:13 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Eiður Ævarsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarson
  • Svavar Grétarsson
  • Önundur Jónassonn
  • Aðrir gestir: Davor Lucic
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundargerð – 548. stjórnarfundur Kölku


Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn miðvikudaginn 13. júní 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.


Mættir: Eiður Ævarsson, Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Steinþór Þórðarson,
Svavar Grétarsson og Önundur Jónasson.


Aðrir gestir: Davor Lucic


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Staðan á breytingu flokkunarkerfa.
3. Útboðsmál, staðan.
4. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.
Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggismál, brennsluna í maí og júní, bilanir í maí og júní, stöðu
úrvinnslusjóðs og kolefnisföngun. Framkvæmdastjóri fór einnig yfir framkvæmdir í Helguvík, m.a.
plötuskipti á þaki brennslunar og malbikun á plani hér fyrir utan.


2. Staðan á breytingu flokkunarkerfa
Þessi dagskrárliður var tekinn á undan dagskrárlið nr. 1.
Davor fór yfir stöðu á tunnudreifingu. Búið er að dreifa öllum tunnum í Garði, Sandgerði,
Grindavík og Vogum, líka í einhverjum hverfum í Reykjanesbæ. Búið er að ganga vel að dreifa
tunnunum og flestir hafa tekið vel í það. Lífrænt og almennt verður hreinsað á tveggja vikna fresti
en plast og pappi á fjögurra vikna fresti.


3. Útboðsmál, staðan.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu útboðsmála. Fyrst fór framkvæmdastjórinn yfir stöðu útboðsins
um sorphirðu frá heimilunum. Framkvæmdastjórinn upplýsti stjórn að við værum í lokaskrefum í
okkar undirbúningi og er áætlað að útboðið verði auglýst fyrir sumarfrí. Framkvæmdastjóri fór
næst yfir stöðu annarra samninga, þ.e. núverandi samninga við Hringrás, Terra, Íslenska
gámafélagið og Hópsnes. En áætlað er að útboð vegna þeirra samninga verði auglýst í haust.


Framkvæmdastjóri fór yfir forsendur útboðsins, m.a. tíðni losunar, grenndarstöðvar, losun
söfnunarbíla, efni frá grenndarstöðvum, vanefndir, viðurlög og úrræði, gildistími.
Framkvæmdastjóri fór einnig yfir eign og ráðstöfun endurvinnsluefna, ráðstöfun efna úr
grenndarstöðvum, kynning og upplýsingar til íbúa, upplýsingar til Kölku og sveitarfélaga, vistvænir
söfnunarbílar, mat á virkni samningsins og útboðshlutar.
Stjórn var sammála um að framkvæmdastjóra og formanni stjórnar yrði falið ganga frá
endanlegum útboðstexta í samvinnu við ráðgjafafyrirtæki.


4. Önnur mál.
Önundur vék stuttlega að dagskrá fyrsta fundar stjórnar eftir sumarfrí.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:13
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. ágúst 2023.


Fundargerð samþykkt með undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn