Fara í efni

Stjórnarfundir

554. fundur 09. janúar 2024 kl. 16:30 - 17:40 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Starfsmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarson
  • Önundur Jónasson
  • Svavar Grétarsson
  • Páll Orri Pálsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn Þriðjudaginn 9. Janúar 2024, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Steinþór Þórðarson
framkvæmdastjóri, Önundur Jónasson, Svavar Grétarsson og Páll Orri Pálsson varamaður.


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Málefni er varða hamfarir í Grindavík og gjaldtöku frá sveitarfélaginu.
3. Flokkunarárgangur 23 - yfirlit
4. Skör ofar, helstu niðurstöður úr áfanga 2.
5. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór yfir öryggis- og starfsmannamál, brennslan 2023 var 11.500 tonn, brennslan í desember og það
sem af er af árinu.


2. Málefni er varða hamfarir í Grindavík og gjaldtöku frá sveitarfélaginu
Framkvæmdastjórinn upplýsti að Terra hafi fellt niður reikninginn vegna Sorphirðu í Grindavík í
nóvember. Áætlað er að reikningur fyrir desember verði lægri enda einungis ein losun þann mánuðinn.
Framkvæmdastjórinn ætlar að vera í samskiptum við Terra með losanir á næstu vikum/mánuðum enda
einhverjir Grindvíkingar fluttir til baka.


3. Flokkunarárgangur 23 - yfirlit.
Framkvæmdastjórinn fór yfir flokkunarárganga frá árinu 2023.
Stjórn ræddi að birta markmið Kölku í flokkun og útskýringar á hlutverki Úrvinnslusjóðar. Eftir 2 mánuði
þegar nýr samningur hefur tekið við þá verði birtar fyrstu rauntölur af flokkun á árinu. Stjórn telur að
með birtingu slíkra upplýsinga gæti falist hvatning til fólks til aukinnar flokkunar enda skilar aukin
flokkun lægra gjaldi.


4. Skör ofar, helstu niðurstöður úr áfanga 2.
Framkvæmdastjórinn fór yfir skör ofar, m.a. helstu niðurstöður úr áfanga 2, helstu ályktanir og næstu
skref.


5. Önnur mál
Athugasemdir hafa komið vegna tæmingu grenndarstöðva. Grenndarstöðvar voru tæmdar fyrir jól og
óskað hafi verið eftir tæmingu milli jóla og nýárs sem þjónustuaðili gat ekki orðið við því.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 13. febrúar 2024.


Fundargerð samþykkt með undirritun

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn