Fara í efni

Stjórnarfundir

555. fundur 13. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:12 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Önundur Jónasson
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundargerð – 555. stjórnarfundur Kölku


Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 13. febrúar kl. 16:30 í
fundarsal Kölku.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Önundur Jónasson, Svavar Grétarsson
og Eiður Ævarsson.


Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri boðaði forföll.


Dagskrá:
1. Starfsemi og framkvæmdaáætlun á gámaplönum 2024.
2. Nýting grenndarstöðva og upplýsingagjöf um árangur í flokkun.
3. Framkvæmdaáætlun Brennslu.
4. Grænt bókhald 2023.
5. Önnur mál.


1.-2. Starfsemi og framkvæmdaáætlun á gámaplönum 2024, nýting grenndastöðva og
upplýsingagjöf um árangur í flokkun.
Dagskrárliður nr. 1 og nr. 2 voru teknir saman.
Önundur fór yfir kynningu frá Davor, en hann komst ekki á fundinn til að fara yfir kynninguna sjálfur.
Önundur fór m.a. yfir fjölda íláta sem voru keypt í fyrra, fjöldi sorpíláta sem Terra er er að hirða eftir
breytingar og upplýsti stjórn að Íslenska gámafélagið hóf söfnun pappa/pappír þann 1. febrúar sl.,
heildarfjöldi íláta á öllum Suðurnesjum og dreifingu á nýjum ílátum og stækkun á tunnulager.
Önundur fór því næst yfir samræmingu dagatala og flokkunartölfræði, breyting á sorphirðudagatali
fyrir almennt og lífrænt hjá Terra og pappa/pappír og plast hjá íslenska gámafélaginu, yfirferð og
skráning á vigtarferlum verktaka, efnisbókhald og úrgangstölfræði. Önundur fór einnig yfir
losunardagatal grenndarstöðva, hugmynd af útliti á nýjum grenndarstöðvum, kynning á nýjum
grenndarstöðvum fyrir bæjarbúa, fjölgun djúpgáma í Reykjanesbæ, söfnun á vörubrettum, dreifing á
lífrænum bréfpokum, fjölgun gáma á gámaplani og ýmis verkefni.


3. Framkvæmdaáætlun brennslu.
Önundur fór yfir áherslur í brennslu 2024, m.a. verkefni sem unnin voru á líðandi ári,
Önundur fór yfir verkefni sem unnin voru á líðandi ári og verkefni á komandi ári, m.a. tveggja vikna
viðhaldsstopp, ýmsar viðgerðir og breytingar sem þarf ekki stopp fyrir, mælingar hjá Carbon Centric í
þungmálmum, seglun málma úr botnösku, athugun á lögn fyrir fljótandi efni inn í ofn, stækkun og
endurskipulagning á varahlutalager, aðgerðir til að tryggja efnisstrauma til framtíðar og brennslu það
sem af er febrúar.


4. Grænt bókhald 2023.
Frestað til næsta fundar.


5. Önnur mál.
Stjórn ræddi orkuöryggi á Suðurnesjum og umræðu um byggingu á sorporkustöð á SV horninu. Með
staðsetningu hennar í Helguvík/Bergvík telur stjórnin að forða mætti neyðarástandi á Suðurnesjum
ef Njarðvíkuræð rofnar eða virkjun í Svartsengi verður óstarfhæf.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:12
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 12. mars 2024.


Fundargerð samþykkt með undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn