Fara í efni

Stjórnarfundir

556. fundur 19. mars 2024 kl. 16:30 - 19:20 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Önundur Jónasson
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Aðrir Gestir: Halldór Eiríksson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 19. mars kl. 16:30 í fundarsal
Kölku.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Önundur Jónasson, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Aðrir gestir: Halldór Eiríksson


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
2. Grænt bókhald 2023
3. Óendurskoðaður ársreikningur fyrir 2023
4. Tillaga að breytingu á samþykktum Kölku fyrir aðalfund
5. Erindi frá Suðurnesjabæ
6. Ný sorporkustöð á Suðurnesjabæ
7. Upplýsingaöryggisstefna Kölku til afgreiðslu
8. Önnur má

.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggismál, starfsmannamál, brennslu í febrúar sl., stöðu ýmissa verkefna, drög að
kerfishandbók, stöðuna í Grindavík og umsókn til UST.


2. Grænt bókhald 2023
Framkvæmdastjórinn fór yfir grænt bókhald Kölku árið 2023. Tekið var á móti 19.443 tonn, þar af fóru
11.520 tonn í brennslu, 488.500 kg. í gas og jarðgerð, 376.180 kg. í orkuvinnslu, 4.295.672 gr. frákeyrt
til endurvinnslu. Aukning í endurvinnslu fyrir utan gas- og jarðgerð eru 222.764 tonnum. Áætla má að
um 100 tonn af málmum hafi verið urðuð meðan blautbansið var bilað. Endurnýting önnur en
brennsla vörubretti, fatnaður og nytjahlutir úr Kompunni 169.069 tonn. Framkvæmdastjórinn fór
næst yfir efnistölur milli ára, niðurbrot endurvinnslu/nýtingar.


3. Óendurskoðaður ársreikningur fyrir 2023
Halldór Eiríksson fór yfir drög að óendurskoðuðum ársreikningi Kölku fyrir árið 2023. Áætlað er að
ársreikningur verði lagður fyrir stjórn á næsta fundi, 9. apríl og seinna í sömu viku 11. apríl verði
haldinn aðalfundur Kölku.


4. Tillaga að breytingu á samþykktum Kölku fyrir aðalfund
Framkvæmdastjórinn fór yfir drög að tillögum að breytingum á samþykktum Kölku fyrir aðalfund
félagsins árið 2024. Breytingar voru gerðar á 1., 2., 3., og 8. gr. samþykktanna. Helstu breytingarnar
eru gerðar á 3 gr. þar sem bætt er inn texta um undantekningu frá meginreglu um skiptingu
kostnaðar og tekna. Stjórn hafði engar athugasemdir og samþykkti tillögurnar.


5. Erindi frá Suðurnesjabæ
Framkvæmdastjórinn fór yfir erindi Suðurnesjabæjar, þar sem tekið var undir bókun stjórnar um
flokkunartölur. Framkvæmdastjórinn fór jafnframt yfir svör framkvæmdastjóra við erindi þeirra. Kapp
er lagt á að umbeðin úrgangstölfræði verði birt fyrir lok mánaðarins.


6. Ný sorporkustöð á Suðurnesjum
Framkvæmdastjórinn fór yfir mögulega nýja sorporkustöð í Helguvík/Bergvík. Framkvæmdastjórinn
upplýsti að haldinn hafi verið fundur með Kadeco, erlendum ráðgjöfum, framkvæmdastjórum Kölku
og fulltrúm HS orku. Einnig var farið yfir af hverju Kalka ásamt öðrum ætti að taka frumkvæði, hver
sjónarhóll Kölku er og hver staðan á þessu verkefni er í dag. Önundur vék af fundi kl. 18:30. Stjórn
Kölku leggur áherslu á að Kalka verði fullur þátttakandi í áframhaldandi vinnu við þetta verkefni.
Framkvæmdastjóra falið að leiða það verkefni fyrir hönd Kölku.


7. Upplýsingaöryggisstefna Kölku til afgreiðslu
Þessum dagskrárlið frestað til næsta fundar.


8. Önnur mál.
Rætt um mögulega ferð til að skoða aðrar brennslur.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:20
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 9. apríl 2024


Fundargerð samþykkt með undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn