Stjórnarfundir
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
2. Nýbygging á lóð Kölku
3. Grenndarstöðvar
4. Önnur mál.
1. Nýbygging á lóð Kölku
Davor fór yfir grófa teikningu af nýbyggingu á lóð Kölku fyrir flugösku og o.t.v. önnur efni og áætlað
skipulag inn í byggingunni. Stjórn ræddi hvort drögin að teikningunni dugi til lengri tíma, að hugsa þurfi
fyrir framtíðinni og mögulegum stækkunum ef til þess kæmi eftir 10 ár að svæðið sé of lítið.
Stjórn óskar eftir því að framkvæmdastjóra afli viðeignandi gagna varðandi kostnaðarmat á jarðvinnu,
kaup og byggingu á nýbyggingunni ásamt fullfrágangi fyrir næsta stjórnarfund í ágúst.
2. Grenndarstöðvar
Davor fór yfir breytingar á grenndarstöðvunum á suðurnesjunum, m.a. kynnti Davor nýtt fyrirkomulag
og nýtt útlit á grenndarstöðvum, nýjan samning við Terra, fatagáma frá Rauða krossinum og dósagáma
frá grænum skátum ofl. Davor sýndi einnig myndir hvernig þetta ætti að líta út.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Önundur fór yfir skýrslu framkvæmdastjóra, m.a. nýtt verkefni fyrir Reykjanesbæ í tengslum við
garðaúrgang, öryggis- og starfsmannamál, brennslan í maí, efnismál, mengaðan jarðveg, helstu
niðurstöður eftir fund í Lounavoima, nýtt verðmat á Fitjabrautina og orkunýting.
4. Önnur mál
Engin önnur mál voru rædd undir þessum dagskrárlið.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:06.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 12. ágúst 2025.
Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.