Stjórnarfundir
Dagskrá:
1. Sex mánaða rekstraruppgjör.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
3. Nýbygging á lóð Kölku.
4. Erindi frá Reykjanesbæ um rekstur söfnunarstöðvar fyrir garðaúrgang.
5. Önnur mál.
1. Sex mánaða rekstraruppgjör.
Halldór Eiríksson kynnti uppgjör á fyrri hluta ársins. Rekstrarniðurstaðan er í samræmi við áætlun og
væntingar og afkoman lítillega betri en ráð var fyrir gert. Fram kom að umtalsverðir fjármunir eru eftir
á fjárfestinga- og viðhaldsliðum. Það á sér eðlilegar skýringar og mun fyrirhugað viðhaldsstopp í
september kalla á töluverð útgjöld. Þá eru ýmsar fjárfestingar í vinnslu, endurnýjun á tækjum og
búnaði sem lokið verður innan rekstrarársins.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir reksturinn í júlí og kom m.a. fram að afköst í brennslu voru að meðaltali rétt
tæp 1,5 tonn á klst. sem er lítillega undir markmiði. Upplýst var að undirbúningur fyrir útskipun á
flugösku er hafinn en skip er væntanlegt 1. sept. nk. Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með norskum
samstarfsaðilum um hugsanlegt samstarf við meðhöndlun á menguðum jarðvegi. Einnig kom fram að
móttaka á dýraleifum til brennslu hefur aukist nokkuð á árinu og að samtal er við Matvælaráðuneytið
um að taka enn meira af slíku efni.
3. Nýbygging á lóð Kölku
Stjórn fór yfir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Vegna sumarleyfa hafði ekki tekist að ná fundi með
verkfræðistofunni sem vann áætlunina til að fara betur yfir forsendur hennar. Stjórn samþykkti
einróma að framkvæmdastjóri myndi óska eftir fundi um málið og boða formann og varaformann.
Þegar umræddar forsendur hafa verið skoðaðar verði gengið til samninga um hönnun hússins og
undirbúning útboðsgagna.
Stjórn fól framkvæmdastjóra einnig að hefja undirbúning á söluferli hússins við Fitjabraut.
4. Erindi frá Reykjanesbæ um rekstur söfnunarstöðvar fyrir garðaúrgang
Eins og fram kom á síðasta fundi hefur Reykjanesbær óskað eftir samstarfi við Kölku um rekstur á
móttökusvæði fyrir garðaúrgang. Undirbúningur svæðisins er þegar hafinn.
5. Önnur mál
Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, mun hverfa frá stjórnarstörfum fyrir Kölku
meðan hún fer í fæðingarorlof. Varamaður mun taka hennar sæti.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:30.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 9. september 2025.
Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.