Fara í efni

Stjórnarfundir

572. fundur 09. september 2025 kl. 16:30 - 17:57 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Svavar Grétarsson
  • Fjarverandi: Nýr fulltrúi Grindavíkur boðaði forföll og varamaður einnig. Ingþór Guðmundsson fulltrúi
  • Voga og boðaði varamann Evu Björk Jónsdóttur.
  • Aðrir: Davor Lucic var viðstaddur fyrsta og annan dagskrárlið.

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 9. september 2025, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.


Mættir: Önundur Jónasson, Eiður Ævarsson, Steinþór Þórðarson og Svavar Grétarsson.
Fjarverandi: Nýr fulltrúi Grindavíkur boðaði forföll og varamaður einnig. Ingþór Guðmundsson fulltrúi
Voga og boðaði varamann, Evu Björk Jónsdóttur.


Aðrir: Davor Lucic var viðstaddur fyrsta fyrsta og annan dagskrárlið.


Dagskrá:


1. Innleiðing breyttra grenndarstöðva
2. Erindi frá Reykjanesbæ um rekstur á jarðvegstipp
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
4. Byggingaráform á lóð Kölku
5. Framtíð úrgangsinnviða á Suðurnesjum - Tillaga
6. Önnur mál


1. Innleiðing breyttra grenndarstöðva
Breytingar á grenndarstöðvum á Suðurnesjum hafa verið í undirbúningi í tæpt ár. Í mars var kynnt
lausn sem varð fyrir valinu hjá Reykjanesbæ og önnur sveitarfélög hafa ekki hreyft mótbárum við þeirri
útfærslu. Helsti munurinn liggur í stærri gámum fyrir pappírs- og plastefni, gámum fyrir fatnað og
annan textíl sem bætast við núverandi útfærslu og minni ílát undir málma og gler.
Stjórn Kölku beinir þeim tilmælum til sveitarfélaganna að bæta úr þegar í stað og upplýsa stjórnendur
í Kölku um aðgerðir svo hægt verði að klára þessa breytingu.


2. Erindi frá Reykjanesbæ um rekstur á jarðvegstipp
Framkvæmdastjóri upplýsti að Reykjanesbær hafi óskað eftir samtali við Kölku um rekstur á nýjum
jarðvegs- og jarðefnatipp. Hugmyndin er að hann verði mannaður og að Kalka leggi til starfsmann sem
m.a. annast innheimtu fyrir losun.
Stjórn Kölku tekur vel í þetta erindi og felur framkvæmdastjóra að vinna með Reykjanesbæ að ítarlegri
lýsingu á verkefninu og forsendum í samstarfi. Mikilvægt er að lýsingin dugi til að taka endanlega
ákvörðun um samstarf á stjórnarfundi 14. október næstkomandi.


3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir það helsta úr rekstrinum frá síðasta fundi og sagði m.a. frá atviki 20. ágúst
þegar eldur kom upp í endurvinnsluplaninu í Helguvík. Viðbrögð starfsmanna voru til fyrirmyndar en
slökkvilið var kallað til eftir misheppnaðar tilraunir til að slökkva eldinn. Í framhaldinu var haldinn
fundur með gesti frá Slökkviliðinu á Suðurnesjum þar sem farið fyrir yfir viðbrögð, hugsanlegar
orsakir og aðgerðir til að forðast atvik sem þetta.
Brennsla í ágúst var nálægt meðallagi eða rétt tæp 1500 kg. á klukkustund að meðaltali.
Upplýst var að útskipun á flugösku fari fram í þessari viku, sú fyrsta síðan í mars 2022.
Einnig kom fram að Matvælastofnun og Umhverfisstofnun heimsæki Kölku seinna í vikunni vegna
fyrirhugaðrar aukningar á brennslu dýraleifa.
Þá er einnig verið að skoða að bæta nýtingu á orku frá brennslunni og greint frá heimsókn
verkfræðings vegna þessa.


4. Byggingaráform á lóð Kölku
Upplýst var að Verkfræðistofa Suðurnesja vinni, að beiðni Kölku, að ítarlegri lýsingu og söfnun
nauðsynlegra upplýsinga til að hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið.


5. Framtíð úrgangsinnviða á Suðurnesjum - Tillaga
Framkvæmdastjóri reifaði hugmynd um að efna til samtals við eigendur Kölku um hugsanlegar
sviðsmyndir af þörf Suðurnesja fyrir innviði í úrgangsmálum til framtíðar og setja þær í samhengi við
núverandi stöðu í Helguvík. Stjórn tekur vel í hugmyndina en leggur áherslu á góðan undirbúning og
samstarf við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra er falið að gera áætlun um
undirbúning fundar og vinnustofu og í samráði við sveitarfélögin. Stefnt verði að því að vinnustofan
verði haldin í tengslum við haustfund SSS, haustið 2026.


6. Önnur mál
Engin önnur mál voru lögð fram á fundinum.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:57.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 14. október 2025.


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn