Fara í efni

Stjórnarfundir

574. fundur 29. október 2025 kl. 16:30 - 17:41 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Svavar Grétarsson
  • Eva Rún Barðadóttir
  • Halldór Eiríksson fjármála- og skrifstofustjóri Kölku var viðstaddur umfjöllun um fyrsta lið
  • dagskrár

Fundur í stjórn Kölku sf. var haldinn miðvikudaginn 29. október 2025, kl. 16:30 í fundarsal Kölku í
Helguvík.


Mættir: Önundur Jónasson, Eiður Ævarsson, Steinþór Þórðarson, Ingþór Guðmundsson, Svavar
Grétarsson og Eva Rún Barðadóttir.


Aðrir: Halldór Eiríksson fjármála- og skrifstofustjóri Kölku var viðstaddur umfjöllun um fyrsta lið
dagskrár.


Dagskrá:
1. Áætlun Kölku fyrir 2026
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Önnur mál


1. Áætlun Kölku fyrir 2026
Framkvæmdastjóri og fjármála- og skrifstofustjóri kynntu lokadrög áætlunar til samþykktar. Meðal
þess sem fram kom: -
          Launaáætlun fyrir 2026 endurspeglar kjarasamningsbundnar launahækkanir og fjölgun
         stöðugilda.
Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun og framkvæmdastjóra falið að senda hana áfram til sveitarfélaga.


2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór stuttlega yfir það sem stóð upp úr frá síðasta fundi. Brennslan hafi gengið vel
síðan eftir viðgerð en neyðarskorsteinn hafi opnast einu sinni og atvikið tilkynnt til viðeigandi aðila.


3. Önnur mál
Framkvæmdastjóri gerði tillögu að styrk til starfsmannafélagsins sem var samþykktur.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:50.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 9. desember 2025.


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn