Fara í efni

Stjórnarfundir

575. fundur 09. desember 2025 kl. 16:30 - 17:24 Fundarsalur á Hótel Kef
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Svavar Grétarsson
  • Eva Rún Barðadóttir.
Fundargerð ritaði: Eva Rún Barðadóttir

Fundur í stjórn Kölku sf. var haldinn þriðjudaginn 9. desember 2025, kl. 16:30 í fundarsal á
Hótel KEF.


Mættir: Önundur Jónasson, Eiður Ævarsson, Steinþór Þórðarson, Ingþór Guðmundsson, Svavar
Grétarsson og Eva Rún Barðadóttir.


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
2. Gjaldskrárbreytingar um áramót
3. Önnur mál


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór stuttlega yfir skýrsluna. Nefndi til dæmis skemmtilega
starfsmannagleði, brennslu og efnismál.


2. Gjaldskrárbreytingar um áramót
Framkvæmdastjóri fór frekar yfir gjaldskrábreytingar fyrir 2026 miða við það sem stóð
eftir síðasta fund. Lagt til að eina hækkunin sem verður gerð er samkvæmt vísitölu.
Samþykkt að bíða með frekari verðbreytingar meðan breyttar afsetningarleiðir eru í
skoðun.


3. Önnur mál
Þjóðarbrennsla - Stjórn samþykkir þátttöku Kölku í stofnun undirbúningsfélags nýrrar
hátæknibrennslu á þeim forsendum sem lagðar eru fram í bréfi sem kynnt var á
fundinum og felur framkvæmdastjóra að taka málið áfram.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:50.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 13. janúar 2026.


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn