Fara í efni

Stjórnarfundir

528. fundur 14. september 2021 kl. 16:30 - 18:15 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 528. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-528.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. september 2021, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn í fundarsal Kölku.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Verkefni haustsins.
  3. Önnur mál.

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:
  1. Öryggismál: Nokkur atvik hafa verið skráð frá síðasta fundi en ekki alvarleg.
  2. Afköst brennslu í ágúst voru um 1500 kg. á klst. eða um 10% hærri en á sama tíma í fyrra.
  3. Fyrsta tæming grenndargáma er í dag. Gámar fyrir pappír/pappa og plast eru orðnir fullir á tveimur stöðvum. Eins og gert hefur verið ráð fyrir þarf líklega að endurskoða einstaka staðsetningar. Í tæmingaráætlun Terra kemur fram að stefnt er að tæmingu pappír/pappagáma og plastgáma alla mánudaga en málm- og glergáma einn þriðjudag í mánuði (í kringum 20. hvers mánaðar).
  1. Framkvæmdir í Helguvík – verktaki hefur óskað eftir að fresta verklokum til loka október í stað þess fyrsta eins og gert var ráð fyrir í upphafi.
  2. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bauð framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Kölku til fundar 24. ágúst. sl. Framkvæmdastjóri kynnti stefnu og markmið Kölku og fór yfir nokkur verkefni sem eru ofarlega á baugi. Fram kom áhugi bæjarins á að fela Kölku fleiri þætti í úrgangsmálum, m.a. með því að Kalka annist móttöku garðaúrgangs o.fl. Framhald verður á þessu samtali fljótlega.
  3. Framkvæmdastjóri upplýsti að lítið hafi skýrst um hvernig sveitarfélög á öllu landinu hyggjast mæta kröfum nýrra laga sem samþykkt voru 16. júní sl. Haustráðstefna Fenúr (6. október) mun snúast að mestu um þetta mál.
  4. Slökkt var á ofni Kölku að morgni sunnudagsins 12. september, vegna áætlaðs viðhalds. Vonast er til að hægt verði að ljúka viðhaldsverkefnum innan viku.
  5. Verkefni haustsins.
  6. Kynningarátak: Framkvæmdastjóri hefur að undanförnu unnið að undirbúningi birtingar greina og kynningarefnis um mikilvægi flokkunar.
  7. Brennsluefni: Vegna vendinga á markaði má búast við breytingum á eftirspurn eftir brennslu. Framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri eiga því í viðræðum við nokkra aðila sem eru að leita lausna með úrgang sem þarf að brenna.
  8. Önnur mál: Engin önnur mál.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:15.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 19. október 2021.

Fundargerð samþykkt með undirskriftum.

 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn