Fara í efni

Stjórnarfundir

532. fundur 18. janúar 2022 kl. 16:00 - 17:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 532. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-532.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2022, kl. 16:00. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra og yfirlit ársins 2021.
  2. Sérstakar gjaldskrárbreytingar 2022.
  3. Markmið fyrir 21 og 22.
  4. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur liðins árs.

  • Brennt magn árið 2021 voru 12.646 tonn eða um 1600 tonnum meira en í fyrra og að meðaltali síðastliðin sjö ár. Brennt var í 347 daga á árinu eða fjórum dögum minna en stefnt var að. Brennslan var stöðvuð tvisvar til viðhalds en aðeins annað stoppið var samkvæmt áætlun.
  • Mikilvæg skref voru stigin í öryggismálum á liðnu ári bæði með fræðslu, innleiðingu nýrra reglna og lagfæringa/breytinga á aðstöðu.
  • Árinu 2021 hefur ekki verið fyllilega lokað í bókhaldi en það sem fyrir liggur gefur vísbendingar um að rekstur hafi verið í samræmi við væntingar.
  • Umtalsverður árangur náðist í auknum heimtum á endurvinnsluefni. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en hægt er að gera grein fyrir nálægt 400 tonnum af efni nú þegar, efni sem áður hefði farið í brennslu eða urðun.
  • Flokkunarhlutfall heimila á Suðurnesjum breyttist lítið á síðasta ári og ekki til hins betra. Mikil og neikvæð umræða hefur verið um flokkun og endurvinnslu á landsvísu og má ætla að það hafi haft áhrif.
  • Notkun grenndarstöðva sem settar voru upp á síðasta ári hefur smám saman vaxið. Nokkur vonbrigði eru hve lítið safnast af málmum og gleri en það er þó ákveðinn stígandi í þeirri söfnun. Notkun stöðvanna er mjög mismikil eftir staðsetningu og fyrir liggur að endurskoða sumar staðsetningarnar.
  • Vigtarkerfið sem innleitt var á síðasta ári er nú komið í fulla virkni. Kerfið boðar algjöra byltingu í allri vinnu með upplýsingar um efni til og frá Kölku og auðveldar gerð sölureikninga mikið.
  • Framkvæmdastjóri tók stuttlega saman þær breytingar sem gerðar voru á vinnuaðstöðu í Kölku á síðasta ári. Aðstaðan hefur batnað mikið og auðveldar frekari sigra í söfnun endurvinnanlegs efnis.
  • Framkvæmdastjóri kynnti að sameiginleg svæðisáætlun sorpsamlaganna á SV landi var send sveitarstjórnum til umfjöllunar síðastliðinn föstudag (14. janúar). Áætlunina má finna á vefnum http://www.samlausn.is/
  1. Sérstakar gjaldskrárbreytingar.

Stjórnarformaður reifaði stuttlega gjaldskrárumræðu sem frestað var á síðasta fundi. Framkvæmdastjóra var falið að vinna málið áfram með tilliti til umhverfismarkmiða Kölku og áherslu á enn frekari flokkun og áætlar að leggja fram tillögu um sérstakar gjaldskrárbreytingar fyrir næsta stjórnarfund.

  1. Markmið fyrir 21 og 22.

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á skorkorti Kölku fyrir markmið og árangur. Margir mælikvarðar sýna góðan árangur en í sumum tilfellum þyrfti að skoða að setja ný viðmið. Framkvæmdastjóra var falið að uppfæra markmiðin fyrir nýtt ár og kynna á stjórnarfundi í febrúar.

  1. Önnur mál:
    Framkvæmdastjóri upplýsti að starfshópur um forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar sé að undirbúa kynningu á skýrslu sem starfshópurinn skilaði af sér nýverið. Stjórn Kölku fól framkvæmdastjóra að tryggja að sú kynning verði í boði fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:00.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 8. febrúar 2022.

 

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn