Fara í efni

Stjórnarfundir

533. fundur 08. febrúar 2022 kl. 16:30 - 17:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 533. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-533.-stjo-rnarfundur-ko-lku_.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 8. febrúar 2022, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson. Ásrún Kristinsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir janúar.
  2. Sérstakar gjaldskrárbreytingar 2022.
  3. Markmið og mælikvarðar fyrir 2021 og 2022.
  4. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Framkvæmdastjóri fór yfir yfir helstu þætti í rekstrinum frá áramótum.

  • Brennsla var um 1470 tonn að meðaltali á klst. í janúar eða lítillega undir markmiði. Ein bilun var skráð í janúar sem dró brennslu talsvert niður.
  • Notkun á sóda til brennslu minnkaði um 22,6% frá árinu 2020 til ársins 2021 og hefur verið til skoðunar hvernig hægt sé að minnka slíka notkun enn frekar.
  • Framkvæmdastjóri fór yfir nokkrar tölur úr rekstri síðastliðins árs þar sem 2021 er nú að fullu bókað. Ársreikningur liggur þó ekki endanlega fyrir en rekstur síðastliðins árs er í góðu samræmi við væntingar og skuldir hafa lækkað um 7,8% frá fyrra ári.
  • Framkvæmdastjóri upplýsti að sorphirða hafi lent á eftir áætlun vegna veðurs en mun minna hafi týnst og skemmst af tunnum en á undanförnum árum.
  • Gámar á grenndarstöðvum fuku til í óveðri 6. febrúar og fóru nokkrir á hliðina. Ljóst er að huga þarf að betri frágangi á stöðvunum.
  • Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum við Reykjanesbæ og samstarfi vegna gerðar þjónustusamnings. Kölku hefur borist bréf með ýmsum spurningum frá Reykjanesbæ. Þreifingar eru milli aðila um að Kalka taki að sér nýja þjónustuþætti.
  • Með fulltingi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem mun vinna með Kölku og sveitarfélögunum að undirbúningi breytinga á úrgangsmeðhöndlun sem ganga í gildi 1. janúar 2023.
  • Kalka hefur tekið í notkun rafknúna þjónustubifreið sem m.a. verður notuð til að sækja og afhenda sorpílát, hafa eftirlit með grenndarstöðvum o.fl.

 

  1. Sérstakar gjaldskrárbreytingar.

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að breytingum á sérstakri gjaldskrá Kölku fyrir stofnanir og fyrirtæki. Stjórnarformaður bar tillöguna upp til atkvæðagreiðslu stjórnar sem var samþykkt samhljóða og tekur hún gildi 1. mars 2022. Ný gjaldskrá verður birt sem allra fyrst.

  1. Markmið og mælikvarðar fyrir 2021 og 20

Framkvæmdastjóri kynnti markmið og mælikvarða um endurvinnslu og endurnýtingu í starfsemi Kölku.

  1. Önnur mál:
    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála á málefnum þjóðarbrennslu. Málið er um þessar mundir í kynningarfasa um allt land og framkvæmdastjóri fylgist grannt með.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 8. mars 2022.

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn