Fara í efni

Stjórnarfundir

536. fundur 14. júní 2022 kl. 17:30 - 19:00 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 536. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-536.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. júní 2022, kl. 17:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Kölku að Berghólabraut 7.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Inga Rut Hlöðversdóttir boðaði forföll, Ásrún Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir boðaði forföll, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Verksamningar sem losna í lok janúar 2023. Framlenging eða útboð?
  2. Önnur mál.

 

  1. Verksamningar sem losna í lok janúar 2023. Framlenging eða útboð?:

Framkvæmdastjóri fór yfir yfir helstu sjónarmið í sambandi við framlengingu gildandi samninga eða útboð. Stjórnarformaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

Framkvæmdastjóra verði falið, í samráði við stjórnarformann, að tilkynna Terra og ÍG formlega um vilja Kölku til að framlengja.

Framkvæmdastjóri leiðir viðræður um breytt viðskiptakjör og hefur umboð til að ganga frá slíkum breytingum í samráði við stjórnarformann.

Framkvæmdastjóri gerir einnig nauðsynlegar ráðstafanir til að hefja undirbúning útboðs, komi til þess að ekki náist samstaða um framlengingu.

 

Tillagan samþykkt samhljóða

  1. Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 2022.

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.



Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn